Enn á ný eru Vaka og Röskva komnar í hár saman. Ef marka má fréttabréf fylkinganna í vikunni logar meirihluti Stúdentaráðs í illdeilum. í Röskvufréttum segir m.a.:
Forsenda áframhaldandi samstarfs fylkinganna hlýtur að vera að Vökuliðar víkki sjóndeildarhringinn og standi ekki í vegi Röskvu þegar þarf að berjast fyrir jafnrétti kynjanna.
Hvað nú ef Vökuliðar víkka ekki sjóndeildarhringinn, ætlar Röskva þá að slíta samstarfinu? Sé svarið já, hvað þá? Er þetta innantóm hótun eða liggur eitthvað að baki?
Og eitt enn. Vaka vill skoða hugmynd Jarþrúðar að selja byggingar Hí til að leysa fjárhagsvanda skólans.