Skólagjaldaumræða á Alþingi

„En það kemur að sjálfsögðu til greina að veita heimildir til skólagjaldstöku á einhverja tilteknar námsgreinar eða framhaldsnám að því­ uppfylltu að það sé lánað fyrir náminu og jafnræðis til náms þannig að fullu framfylgt“.

Þetta er tekið orðrétt upp úr ræðu á Alþingi í­ sí­ðustu viku. Hér er ekki þingmaður Sjálfstæðisflokksins að tala heldur fulltrúi Samfylkingarinnar í­ menntamálanefnd þingsins og fyrsti maður á lista flokksins í­ Suðurkjördæmi.

Það er fráleitt að halda því­ fram að jafnræði til náms sé tryggt með því­ að LíN láni bara fyrir skólagjöldunum. Er Samfylkingin sem sagt núna opin fyrir því­ að taka upp skólagjöld við Háskóla íslands?