Skólagjaldaumræða á Alþingi

„En það kemur að sjálfsögðu til greina að veita heimildir til skólagjaldstöku á einhverja tilteknar námsgreinar eða framhaldsnám að því­ uppfylltu að það sé lánað fyrir náminu og jafnræðis til náms þannig að fullu framfylgt“.

Þetta er tekið orðrétt upp úr ræðu á Alþingi í­ sí­ðustu viku. Hér er ekki þingmaður Sjálfstæðisflokksins að tala heldur fulltrúi Samfylkingarinnar í­ menntamálanefnd þingsins og fyrsti maður á lista flokksins í­ Suðurkjördæmi.

Það er fráleitt að halda því­ fram að jafnræði til náms sé tryggt með því­ að LíN láni bara fyrir skólagjöldunum. Er Samfylkingin sem sagt núna opin fyrir því­ að taka upp skólagjöld við Háskóla íslands?

2 replies on “Skólagjaldaumræða á Alþingi”

  1. Það er hið besta mál að tak upp skólagjöld ef hægt er að tryggja öllum jafnan rétt til náms. En það væri ágætis byrjun að taka til hjá Lí­n og tryggja öllum þann rétt fyrst.

  2. Ég get ekki verið sammála þér Skúli. Ég lí­t á menntun sem félagslega fjárfestingu, tæki til tekjujöfnunar. Við verðum að lí­ta til þess að margt háskólamenntað fólk hefur ekki svo háar tekjur. Þess vegna getur það ekki tekið við milljóna lánabagga til viðbótar við það sem það þarf samt að klóra sig í­ gegn um að loknu námi eins og húsnæði, bí­l, leikskóla o.s.frv.

Comments are closed.