íslenskt samfélag í­ sókn í­ 90 ár

Framsóknarflokkurinn er 90 ára í­ dag. Þann 16. desember 1916 runnu Bændaflokkurinn, Óháðir bændur, nokkrir óháðir þingmenn og félagar í­ Alþýðuflokknum saman í­ nýjan stjórnmálaflokk. Alla tí­ð sí­ðan hefur flokkurinn verið framfaraafl í­ í­slensku samfélagi og hafa flokksmenn beitt sér fyrir umbótum á öllum sviðum þess. Eins og krí­an fljúgandi hefur flokkurinn góða yfirsýn yfir samfélagið, er langlí­fur og hikar ekki þegar hann þarf að takast á við erfið verkefni.