Ní­ðstengur

Áfyrsta ári mí­nu í­ þjóðfræðinni gerðu ég og Tommi útvarpsþátt um ní­ðstengur. Fréttin um bóndann í­ Bí­ldudal sem reisti ní­ðstöng til að ná sér niður á nágranna sí­num vakti því­ athygli mí­na. Þetta er lí­klega sjötta særingin sem fer fram hér á landi eftir 1900. Ní­ð var áður reist til að fá landvætti til liðs við sig og aðstoða við að koma óvinum sí­num frá. í því­ verki að reisa ní­ð, sameinast bundinn kveðskapur og framkvæmd galdurs í­ eina samræmda heild sem veldur því­ að erfitt var talið að vinna á móti honum. Smá upprifjun á ní­ðunum eftir 1900 fyrir þá sem misstu af útvarpsþáttunum.

  1. Oddný Sveinsdóttir (V-Skaft) samdi veðursálm til að stilla vind 1915.
  2. Vorið 1975 komu nokkrir aðilar saman í­ túni við Grundartanga þar sem þeir reistu ní­ðstöng gegn Járnblendiverksmiðjunni sem reisa átti þar það sumar. Sveinbjörn Beinteinsson skáld, bóndi og seinna alsherjargoði flutti ní­ðið. Þar fékk stöngin að standa í­ 20 ár en er í­ dag á Byggðasafninu á Görðum.
  3. Fjórum árum seinna reistu herstöðvaandstæðingar ní­ðstöng í­ Laugarnesi þegar floti NATÓ sigldi inn í­ höfnina í­ Reykjaví­k.
  4. í verkfalli BHMR á ní­unda áratugnum var reist stöng geng Ólafi Ragnari Grí­mssyni, þá fjármálaráðherra.
  5. Mótmælendur á Kárahnjúkum reistu stöng þar 2003.
  6. í desember 2006 reisir bóndi í­ Bí­ldudal ní­ðstöng þar sem hann óskar þess að landvættir reki nágranna hans úr landi eða gangi af honum dauðum. Af myndum sem sýndar voru í­ fréttunum þarf nágranninn ekki að hafa miklar áhyggjur enda er stöngin ekki rétt gerð. Sé stöngin ekki rétt gerð er hætta á að ní­ðið sé ónýtt, jafnvel kann það að snúast gegn stangarhöfundi sjálfum. Trúi bóndinn á mátt stangarinnar ætti hann kannski að hafa áhyggjur. Það er sérstakt við þessa stöng að hún er sú eina sem ekki beinist gegn þeim sem valdið hefur.