2000 kallar (og lí­tið um konur)

Innan Frjálslynda flokksins eru margir aðilar sem halda sig vera heiðarlegustu stjórnmálamenn heimsins. Sé eitthvað hæft í­ fréttum af landsfundi flokksins nú um helgina er ljóst að þessir sömu aðilar ganga með miklar ranghugmyndir um ágæti eigin flokks. Engin kjörskrá, týndir kjörkassar og mútur.

Áfundinum gat fólk gengið inn af götunni, skráð sig í­ flokkinn og kosið. Einhverjir þáðu 2000 kall fyrir að kjósa að sögn fundarmanna. Formaður flokksins kemur sí­ðan fram í­ fjölmiðlum og segir ekkert að því­ að vinir gefi hvor öðrum pening. Hann sleppti að taka það fram að það fylgdi því­ kvöð að þiggja peninginn. Þegar ég gef einhverjum pening gegn því­ að hann kjósi mig eru það mútur. Segjum sem svo að sögur gengju um að Þorgerður Katrí­n eða Guðni ígústsson hefðu boðið fólki greiðslu gegn því­ að það kysi sig væri málið tekið upp við upphaf þingfundar á mánudagsmorgni. Sjáum til hvort einhver tekur málið upp á morgun. Kannski Sigurjón Þórðarson?

Ræða formannsins á föstudaginn er kannski meira fréttaefni en átök um stóla. Þar heldur hann áfram að kynda undir bál fáfræði og fordóma. Hann talar um að innflytjendur geti borið með sér smitsjúkdóma og lækkað laun í­slensks vinnuafls. Þá vill hann kanna hverjir setjist hér að og hvers vegna, menntun þeirra og sakaferla. Nú standa spjótin á Samfylkingu og Vinstri Grænum. Vilja flokkarnir í­ alvöru vinna með flokki sem uppi situr með spilltan formann og færir sig í­ leiðinni sí­fellt lengra út á jaðarinn?