Klukkan er rúmlega tvö að nóttu. Klukkan sjö lokaði kjörstjórn sig inni í Aðalbyggingu Háskóla íslands þar sem talin voru atkvæði í kosningum til Stúdentaráðs og Háskólafundar. Tveir þéttvaxnir, þunnhærðir menn banka á læsta hurð Stúdentakjallarans þar sem Háskólalistinn heldur kosningaandvöku sína. Andrúmsloftið er þrungið spennu enda var búist við úrslitum fyrir um klukkustund. Ljósin kvikna, allir út heyrist frá barnum. Mennirnir voru sem sagt svokallaðar skemmtanalöggur og staðurinn mátti ekki hafa opið lengur en til eitt. Hópurinn tvístraðist. Einhver hluti heldur áfram í leit að skemmtun niður í bæ. Frambjóðendur og nánustu stuðningsmenn ákveða að fara í hús við í–ldugötuna og bíða þar eftir úrslitunum. Áleið minni þangað ásamt Raphaí«l, Katrínu og Jóhönnu sjáum við bílastæðið við Aðalbyggingu tæmast. Þau eru búin að telja. Snarlega snúum við við og rennum upp að kjallaranum. Ég stekk út úr bílnum og kalla: „Auður!“. íšti er nýstingskuldi þegar hún segir: „Heyrðu, það eru ekki góðar fréttir. Þetta er búið. Við misstum manninn til Röskvu“.
Það var líklega í byrjun síðustu viku sem ég gerði mér grein fyrir að við stæðum mjög illa og værum líklega ekki með mann inni. Þegar tölur um kjörsókn bárust mér til eyrna var ég nokkuð viss um að maðurinn væri úti. Spá mín var hins vegar sú að Vaka fengi meirihluta en ekki Röskva. Ég hélt þó alltaf í vonina um að okkar maður héldist inni. Kannski þess vegna er ég sár þegar ég hringi í Óla og Fjölni og bið þá um að koma til okkar á stæðið fyrir utan Stúdentakjallarann, úrslitin liggja fyrir. Þrír bílar keyra upp að Kjallaranum. í kuldanum standa í hnapp á annan tug stuðningsmanna og frambjóðenda þegar Auður og Freyr lesa upp. íšrslitin. Vonbrigðin leyna sér ekki. Ástéttinni ræðum við saman í nokkrar mínútur um næstu skref. Smátt og smátt reitist úr hópnum. Þeir sem eftir standa halda loks í–ldugötuna eins og áður hafði staðið til. Þegar þangað var komið hófst fyrir alvöru djúp sjálfsgagnrýnisorgía. Hvað gerði ég vitlaust? Áhverju klikkaði ég? Ég hélt fljótlega heim á leið enda skilar svona sjálfsgagnrýnin litlu góðu á þessum tíma.
í dag er staðan þannig að Röskva hefur meirihluta í Stúdentaráði næsta árið eða 11 fulltrúa. Vaka hefur 9 fulltrúa en Háskólalistinn missti sína. í ráðinu sitja því 20 manns sem í sameiningu geta unnið mjög gott starf í hagsmunabaráttu stúdenta. Sitt í hvoru lagi næst ekki viðunandi árangur. Meirihluta í Stúdentaráði fylgir mikil ábyrgð. Hefði ég mátt kjósa formann Stúdentaráðs beint hefði ég valið einn af Stúdentaráðsliðum Röskvu. Nú er að sjá hvort sá verður fyrir valinu.
Hvort tveggja Röskvu- og Vökuliðar hafa fagnað andláti Háskólalistans í dag. Þær fréttir eru stórlega ýktar. Rétt er að minna á að áður hafa framboð dottið út úr Stúdentaráði en náð manni inn ári seinna. í sannleika sagt hef ég ekki hugmynd um hvort Háskólalistinn bjóði fram að ári. Ég reikna ekki með að koma að þeirri ákvörðun. Ég mun áfram vinna að bættum hag stúdenta en það verður að koma í ljós seinna á hvaða vettvangi það verður. Ég óska þeim sem stóðu að framboði Röskvu innilega til hamingju með sigurinn.