Vinstri græn, ekki svo græn

Eygló skrifar smá pistil um stefnur stjórnmálaflokka. Mig langar eiginlega að tala um stefnu eins stjórnmálaflokks eða hluta af stefnu eins stjórnmálaflokks. Ég ætla að hætta mér út í­ að tala um umhverfisstefnu Vinstri grænna.

Hér í­ Mosfellsbæ er verið að vinna umhverfisspjöll. Til stendur að leggja veg í­ gegn um eina dýrmætustu náttúruperlu höfuðborgarsvæðisins, ílafosskvosina. Vegurinn er ætlaður til þess að tengja nýtt 1200 í­búða hverfi við þjóðveginn. Ljóst er þegar ferill málsins er skoðaður að stórlega hefur skort á allt samráð við í­búa bæjarins. Ljóst er að ekki hafa verið könnuð til hlí­tar öll möguleg vegstæði. Þá er veginum ýtt í­ gegn án þess að fara í­ umhverfismat. Hverjir mynda meirihluta í­ Mosfellsbæ? Jú, Sjálfstæðisflokkur og Vinstrihreyfingin grænt framboð.

í öðru lagi vil ég minnast á sí­ðasta meirihluta í­ sveitastjórn Skagafjarðar. Sá meirihluti kom Skatastaðavirkjun inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. Orkan sem fæst með því­ að virkja jökulsárnar norðan Hofsjökuls er ætluð til atvinnuuppbyggingar í­ Skagafirði. Það er gott mál enda hefur í­búum þar fækkað mjög á sí­ðustu árum. Ég skil hins vegar áhyggjur heimamanna af því­ að orkan verði flutt úr sveitinni verði virkjað. Engu að sí­ður var virkjunin sett inn á skipulag af sí­ðasta meirihluta. Hverjir mynduðu sí­ðasta meirihluta í­ Skagafirði? Jú, Sjálfstæðisflokkur og Vinstrihreyfingin grænt framboð.í Borgarnesi er á áætlun að leggja Þjóðveg 1 út í­ sjó, meðfram bænum. Borgarnes dregur nafn sitt af klettaborgum sem nesið mynda, margar þeirra skaga út í­ sjó. Nú stendur til að eyðileggja borgirnar, fylla upp í­ vikur og voga meðfram ströndinni. Engin virðing fyrir náttúrunni. í skýrslu um vegstæðið frá árinu 2001 er kaflinn sem tekur á umhverfismálum í­ skötulí­ki. Framsóknarfólk í­ Borgarbyggð hefur lagt til að vegurinn fari í­ umhverfismat. Ekki var hljómgrunnur fyrir því­. Hverjir mynda meirihluta í­ Borgarbyggð? Jú, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og sí­ðast en ekki sí­st Vinstrihreyfingin grænt framboð (Samfylking og VG buðu fram undir merkjum Borgarlistans).

Ásí­ðasta kjörtí­mabili komu þrí­r staðir á Norðurlandi til greina undir álver. Einn af þeim var Bakki við Húsaví­k sem að lokum þótti heppilegastur þeirra. Sveitastjórnir sveitarfélaganna (tvær þeirra með VG í­ meirihluta) sem til greina komu sóttust mjög hart eftir álverinu enda lí­ta þær til uppbyggingar á þeim svæðum þar sem sambærilegar verksmiðjur hafa risið. Fleiri atvinnutækifæri og hærra launuð störf fylgja í­ kjölfarið. Húsaví­kurlistinn barðist fyrir álveri á Bakka. Húsaví­kurlistinn var í­ meirihluta á sí­ðasta kjörtí­mabili með innanborðs fulltrúa frá tí­ttnefndum Vinstri grænum.

Stefna stjórnmálaflokka verður að vera sú sama fyrir kosningar og eftir þær. í†tli Vinstrihreyfingin grænt framboð að láta taka mark á sér í­ vor verða þeir að geta sýnt fram á að stefnan haldist óbreytt eftir kosningar komist flokkurinn í­ meirihluta. Það sem efsti maður á lista VG í­ Mosfellsbæ sagði um áðurnefndan veg í­ ílafosskvos fer ekki heim og saman við gjörðir meirihlutans í­ dag. Frambjóðendur VG til alþingis og fulltrúar í­ sveitastjórn hafa haldið því­ fram að þar sem vegurinn hafði verið svo lengi inn á aðalskipulagi væri erfitt að breyta legu hans. Mér er spurn í­ framhaldinu hvers vegna VG notaði ekki sömu rök þegar flokkurinn tók afstöðu gegn Eyjabakkavirkjun sem hafði verið inn á skipulagi frá ráðherratí­ð Hjörleifs Guttormssonar.

Sé það stefna flokksins að láta umhverfið ávalt njóta vafans ætti bæjarfulltrúi hans í­ Mosfellsbæ að styðja tillögu minnihlutans og láta tengibrautina í­ umhverfismat. Flokkurinn ætti lí­ka að styðja Framsóknarmenn í­ Borgarbyggð og setja lagningu vegar fram hjá Borgarnesi í­ umhverfismat.

Næst gæti ég kannski gagnrýnt hvernig stefna Vinstri grænna í­ kvenfrelsismálum fer saman við hlutfall kynjanna á framboðslistum flokksins í­ vor.

4 replies on “Vinstri græn, ekki svo græn”

  1. Jamm, ég er að leita að einhverju sem ég get verið sáttur við. Sagðist vera sáttur við sí­ðasta lúkk en það entist ekki. Þetta verður vonandi út febrúar. Hönnuðurinn minn mælti frekar með þessu.

  2. Það er aldeilis að þú skýtur föstum skotum! Það er greinilegt að Sjálfstæðisflokkurinn hefur slæm áhrif á VG, þar sem þeir eru í­ samstarfi. Það sama á kannski við um Framsóknarflokkinn?

    Verð nú að viðurkenna að ég vissi ekkert af þessum „spellvirkjum“ VG ví­tt og breytt um landið. Verð að kynna mér málin betur.

    Hlakka til að sjá umfjöllun þí­na um kvenfrelsismál VG.

    Mér finnst nýja lúkkið flott. Flottur græni liturinn efst á sí­ðunni, sýnist þetta vera vinstri grænn 😉

Comments are closed.