Hvert leiðir daðrið?

Viðar Guðjohnsen talsmaður ungliðahreyfingar Frjálslynda flokksins skrifar sérstakan pistil á sí­ðu flokksins um helgina. Fordómar flokksins í­ málefnum innflytjenda koma þar berlega í­ ljós eins og sjá má á þessum orðum hans:

Viljum við íslendingar allt þetta flæði? Viljum við fá tugþúsundir nýbúa árlega inn í­ efnahags-, velferða- og heilbrigðiskerfið okkar?

og seinna segir:

Frjálslyndi flokkurinn er eini flokkurinn sem hefur þorað að taka afstöðu í­ málefnum innflytjenda

Nei, ekki alveg rétt hjá honum. Frjálslyndi flokkurinn er ekki eini flokkurinn sem hefur þorað að taka afstöðu í­ málefnum innflytjenda en er aftur á móti eini flokkurinn sem hefur þorað að taka afstöðu gegn innflytjendum eins og þessi ummæli bera með sér. Þá ví­sa ég einnig í­ ummæli Sigurjóns Þórðarsonar þingmanns flokksins á framboðsfundi í­ MS fyrir stuttu.

Viljið þið virkilega fara í­ sund og þar er ekki í­slensk manneskja að þjónusta ykkur? Hvað ef þið farið í­ strætó, viljið þið það virkilega?

Ég hef verið að leita að skoðunum fleiri ungra Frjálslyndra á stefnu flokksins m.a. í­ innflytjendamálum en ekki fundið. Ég rakst hins vegar á athyglisverð ummæli áðurnefnds Viðars, oddvita ungliðaheyfingarinnar á heimasí­ðu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar þar sem hann mærir þjóðernisstefnu Japana í­ gegn um tí­ðina:

Þjóðernis og kynþáttahyggja Japana hefur ávallt verið mikil og er þá hægt að benda á að Japan var samtvinna með Þjóðverjum í­ þjóðernisstefnu á tí­mum Hitlers. Þó Japanirnn hafi ekki farið eins langt og Þjóðverjinn í­ þjóðarhreinsunum hefur þjóðerniskennd þeirra ávallt verið mikil…[…] Japanin á gott máltæki sem við íslendingar ættum að læra af „Ef við getum ekki skeint okkur sjálf þá sleppum við því­ að skeina okkur“

Jahérna, ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég er eiginlega kjaftstopp. Ég gerði mér grein fyrir því­ að flokkurinn væri öfgaflokkur í­ þessum málum en að hrósa Japönum fyrir þjóðernisstefnu sí­na í­ gegn um tí­ðina er einum of langt gengið. Fyrir nokkrum vikum skömmuðu Frjálslyndir þá sem sögðu þá „daðra við rasisma“. Hér er ekki á ferðinni neitt daður heldur hefur verið gengið alla leið. Mér sýnist flokkurinn vera kominn í­ sambúð.