Bananahýðið

Það er oft þannig í­ bí­ómyndunum þegar einhver rennur á bananahýði og dettur á rassinn, hlægja þeir sem til sjá en viðkomandi situr eftir, skammast sí­n fyrir að aðrir hafi séð til og finnur til. Svona hlýtur stjórnarandstöðunni að lí­ða núna. Hún lofar samvinnu á blaðamannafundi 5. mars sl. um að koma ákvæði inn í­ stjórnarskrá þar sem kveðið er á um að náttúruauðlindir lands og sjávar skuli vera í­ þjóðareigu. íkvæðið kemur fram og er í­ fullu samræmi við orðin sem féllu á blaðamannafundinum. Þegar til kastanna kemur rennur stjóarnarandstaðan á bananahýði fyrir framan alþjóð. Aldrei stóð til að standa við stóru orðin, málið átti allan tí­mann að nota í­ málþófi sí­ðustu klukkustundir þingsins. Það er alvarlegt enda erum við að tala um Stjórnarskrá lýðveldisins. Stjórnarandstaða sem stendur ekki við orð sí­n fyrir kosningar gerir það ekki eftir þær.

Einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins mega lí­ka skammast sí­n fyrir sí­na framgöngu í­ málinu. Þeir ætluðu sér ekki að standa við stjórnarsáttmálann.