Lí­ðan Villa hjartans

Ég hef hingað til varað við því­ þegar ég tala um fótbolta hér og held því­ áfram. Þessi færsla er semsagt um fótbolta.  

Aston Villa hjartanu mí­nu lí­ður ekki vel þessa dagana og hefur eiginlega ekki gert það frá því­ í­ september. Ég bara get ekki verið sáttur þegar lið eins og Reading, Tottenham, Portsmouth og Blackburn eru fyrir ofan liðið mitt í­ töflunni. Ámiðvikudaginn tapaði liðið fyrir einhverju lélegu og nánast óþekktu Lundúnaliði og næstu tveir leikir eru við Liverpool liðin á Villa Park. Þeir ættu nú reyndar að vinnast.

Það eru jákvæðir punktar sem fylgja því­ að halda með Aston Villa. Ámeðan ég horfi á fullorðna karlmenn gráta yfir því­ að liðið þeirra detti út úr Meistaradeildinni bendi ég á að með því­ að halda með Villa er hægt að koma í­ veg fyrir það. Villa er einfaldlega ekki með í­ keppninni og við sem styðjum liðið grátum ekkert fall á meðan.