Bankafórnir

Blindaður af ást af samstarfsflokkum sí­num í­ stjórnarandstöðu hélt hinn „frjálslyndi“ Sigurjón Þórðarson upp í­ ræðupúlt Alþingis á föstudaginn í­ umræðum um bankana. Hélt hann því­ fram að Framsóknarmenn væru hinir mestu lygarar að bera það upp á þá í–gmund Jónasson og í–ssur Skarphéðinsson að þeir hafi haft í­ hótunum í­ hótunum við bankana. Steingrí­mur J. Sigfússon tók undir með Sigurjóni í­ Silfri Egils í­ dag. Ég vil benda Sigurjóni, Steingrí­mi og öðrum sem ekki trúa þessum staðhæfingum á hið rétta í­ málinu. Hér er ekki um neina útúrsnúninga að ræða heldur vitna ég orðrétt í­ í–gmund og í–ssur.

í–gmundur segir í­ viðtali við Fréttablaðið 4. nóvember 2006

í–gmundur Jónasson, alþingismaður og formaður BSRB, segir það til vinnandi að senda viðskiptabankana úr landi til að geta aukið jöfnuð í­ samfélaginu.

Spurning sé hvort jafnaðarsamfélaginu sé fórnandi fyrir 12 milljarða og nokkra stráka og stelpur í­ silkifötum. „Er þotuliðinu fórnandi fyrir meiri jöfnuð og félagslegt réttlæti? Mitt svar er já,“ skrifar í–gmundur.

í–ssur segir á heimasí­ðu sinni 17. febrúar 2007

[G]uð forði bönkunum frá því­ að gera annaðhvort mig eða Jóhönnu Sigurðardóttur að arftaka írna Matt.

íðurnefndur Sigurjón bætist í­ hóp í–gmundar og í–ssurar þegar hann gerir lí­tið úr umsvifum bankanna í­ í­slensku efnahagslí­fi í­ ræðu sinni á föstudaginn enda eru ekki nema „3% mannafla sem vinnur í­ bönkum, og þeir afla 6% tekna í­ landinu“ svo ég vitni í­ hans eigin orð. Hér stendur ekki allt og fellur með þessu að hans mati.

Það er alls ekki gott komist hér til valda stjórnmálamenn sem sjá ekkert athugavert við það að leggja ákveðin fyrirtæki og einstaklinga í­ einelti til þess eins að afla sjálfum sér augnabliksvinsælda. Þá er of langt gengið. Það er stefna sem þekkist í­ fyrrverandi Sovétrí­kjunum, Kúbu og ví­ðar þriðja heiminum. Það er galin vinstri stefna. Vinstri galnir segiði?

Join the Conversation

 1. Avatar
 2. Avatar
 3. Avatar
 4. Avatar

10 Comments

 1. Kosningabarátta segirðu? Ég var annars að spá í­ að kí­kja á Framsóknarflokkinn á föstudaginn og sjá hvaða hví­tví­n þeir bjóða uppá. Svo get ég ákveðið hvað ég ætla að kjósa 😉

 2. Ég vil ekki ná fram jöfnuði með því­ að reka þá sem hafa það gott úr landi. Ég vil frekar beina skatttekjum þeirra inn í­ öflugt velferðarkerfi til þess að gera þeim sem eiga undir högg að sækja það mögulegt að ná jafn langt.

  Bankarnir velta hundruðum milljarða, eru í­ forystu í­ útrás í­slenskra fyrirtækja og veita 2500 manns atvinnu. Þar starfar mikið af ungu vel menntuðu fólki. Ásí­ðasta ári námu skatttekjur af bönkunum 30 milljörðum. Svona til að setja þetta í­ samhengi þá er áætlað að árin 2007-2010 nemi fjárframlög til vegamála 20 milljörðum króna. Rekstrarkostnaður háskólans er 8 milljarðar á ári. Til þess að standa undir þessu þarf að skaffa peninga. Ekki frá stóriðju, ekki frá fjármálastarfsemi, frá einhverju öðru. Hvaðan?

 3. Vertu velkomin með á föstudaginn Eygló. Veit ekki hvort það verður boðið upp á hví­tví­n en skal ósk þinni á framfæri. Veit þú kýst rétt þegar í­ kjörklefann er komið 😉

 4. Ég er á margan hátt sammála því­ sem þú segir í­ svari þí­nu. Þú svaraðir hins vegar ekki spurningunni sem ég spurði þig að. Ég skal því­ útskýra þetta nánar.

  „Spurning sé hvort jafnaðarsamfélaginu sé fórnandi fyrir 12 milljarða og nokkra stráka og stelpur í­ silkifötum. „Er þotuliðinu fórnandi fyrir meiri jöfnuð og félagslegt réttlæti? Mitt svar er já“

  Það er ef til vill staðfesting á stefnu- og vonleysi Framsóknarfólks að það eina sem þau hafa til umræðunnar að leggja er að slí­ta úr samhengi og birta tilvitnanir pólití­skra andstæðinga. Helst vill það vitna í­ ummæli sem voru látin falla fyrir þó nokkru sí­ðan því­ þá man enginn í­ hvaða samhengi þau voru sögð.

  Eins og kemur fram(óljóst reyndar) í­ fréttinni sem þú ví­sar á(átt hrós fyrir að gera það) þá eru þessi umæli í–gmundar látin falla í­ umræðu um það hvort við(þá meina ég almenning) viljum vera í­ þeirri stöðu að fyrirtæki(í­ þessu tilfelli bankarnir) geti hótað okkur að fara úr landi nema við lútum vilja þeirra.

  Hans skoðun er sú að hann vill ekki að bankarnir geti með þessum hætti, í­ krafti hótanna, hrifsað völdin frá almenningi.

  Þess vegna spyr ég þig aftur, og skal umorða mig: Vilt þú að bankarnir stjórni samfélaginu með hótunum eða viltu að almenningur geri það með atkvæðum sí­num?

  Það er svo allt önnur umræða hvernig við getum tryggt frjóan jarðveg fyrir öflugt, fjölbreytt og skapandi atvinnu- og menntalí­f. ín þess að fara neitt nánar út í­ það hér þá verður það ekki gert með fleiri stóriðjum.

 5. Það er ekki hægt að setja spurninguna svona upp en skal reyna að svara engu að sí­ður. Ég er á móti því­ að hækka fjármagnstekjuskatt í­ núverandi skattakerfi en er til í­ að skoða aðrar útfærslur. Rekstrarumhverfi fyrirtækja á íslandi verður að vera samkeppnishæft við rekstrarumhverfi annarra rí­kja. Rétt eins og einstaklingar geta flutt milli landa geta fyrirtæki það lí­ka. Það hefur hins vegar mun meiri samfélagsleg áhrif ákveði stórt fyrirtæki að flytja sig en ef námsmenn eins og ég eða þú færum þá leið. Einstaklingar benda oft á það sem betur má fara í­ í­slensku samfélagi og bera sig þá saman við það sem vel er gert annar staðar. Af hverju mega fyrirtæki ekki gera það lí­ka? Áendanum eru það þó almenningur sem hefur valdið í­ kosningum og stjórnar þannig samfélaginu eins og þú orðar það. Almenningur kýs um það hvernig umhverfi bjóða á fyrirtækjum upp á.

  Varðandi punktinn um stefnuleysi Framsóknarflokksins þá bendi ég á í­tarlegan málefnapakka, samþykktan á sí­ðasta flokksþingi sem má finna á framsokn.is

 6. Þetta var nú samt spurningin sem þú varst að fárast yfir því­ að í–gmundur svaraði. Ég endurtek hana því­ einu sinni enn. Það er nú varla til of mikils mælst að þú svarir þessari einföldu spurningu.
  Ef valið stæði á milli þessara tveggja kosta hvort myndir þú velja, lýðræðið eða alræði bankanna?

  Það væri virkilega gaman að heyra ykkur, svona til tilbreytingar, tala um þennan í­tarlega málefnapakka. Þið hafið hingað til ekkert verið að flagga honum. Inniheldur hann fyrirheit um frekari hækkun skólagjalda(skrásetningargjalda) við H.í., fleiri álver, aukna gjaldtöku í­ velferðarkerfinu, stuðning við innrás í­ íran og áframhaldandi ní­ðingshátt á öldruðum og öryrkjum?

 7. Ég tel mig hafa svarað spurningunni þó þú sért ekki sáttur við svarið. Spurningin snýst ekki um svart eða hví­tt. Það eru tvær hliðar á öllum málum og ég tel vel hægt að fara milliveginn.

  Ég er sammála því­ að við Framsóknarmenn og konur eigum að flagga málefnapakkanum meira enda getum við verið mjög stolt af honum. Spurningarnar sem þú spyrð mig að:

  1. Áað hækka skráningargjöldin?
  „Skráningargjald í­ grunn- og framhaldsnámi í­ rí­kisreknum háskólum endurspegli raunverulegan kostnað sem liggur þar að baki og verði haldið í­ lágmarki.“ Þetta þýðir lækkun frekar en hækkun sýnist mér.

  2. Áað fjölga álverum?
  Framsóknarmenn hafa ekki lagst gegn fleiri álverum enda rúmist mengunarkvóti þeirra innan heimilda sem við höfum samkvæmt alþjóðasamningum. Það ber engu að sí­ður að fara varlega í­ virkjanaframkvæmdir og umgangast náttúruna af varúð og virðingu.

  3. Áað auka gjaldtöku í­ velferðarkerfinu?
  Það er óábyrgt að gefa það loforð að gjöld í­ velferðarkerfinu verði ekki hækkuð á næsta kjörtí­mabili. Gjaldtöku ber að halda í­ lágmarki og helst að reyna draga úr henni, t.d. með því­ að tryggja börnum gjaldfrjálsa kennslu í­ leikskólum. Með öflugu atvinnulí­fi skapast tekjur sem greiða rekstur kerfisins, t.d. með bönkum sem velta hundruðum milljarða og hafa 2500 manns í­ vinnu og greiða góð laun.

  4. Styður flokkurinn árás á íran?
  Komi til þess að íslendingar þurfi að taka afstöðu til innrásar í­ íran fer málið fyrir utanrí­kismálanefnd Alþingis sem tekur ákvörðun í­ samráði við Utanrí­kisráðherra. Ég persónulega sé það ekki gerast að Framsóknarflokkurinn styðji árás í­ íran. í raun sé ég ekki að íslendingar styðji innrás í­ íran enda eru aðrar aðstæður nú en þegar ákvörðun um írak var tekin.

  5. í†tlar flokkurinn að halda áfram að ní­ðast á öldruðum og öryrkjum?
  Flokkurinn hefur sí­ður en svo ní­ðst á öldruðum og öryrkjum svo ég nefni nokkur dæmi:
  Ný sýn – Nýjar áherslur er heildstæð stefna í­ öldrunarmálum þar sem áhersla er lögð á að styðja aldraða til sjálfstæðrar búsetu.
  37 milljarðar renna til aldraðra og öryrkja til ársins 2010.
  Tilkynnt var um byggingu 174 nýrra hjúkrunarrýma í­ nóvember.
  60 ný rými voru tekin í­ notkun á Akureyri um svipað leiti.
  Nýtt frí­tekjumark tók gildi um áramótin og þannig dregið úr áhrifum tekna lí­feyrisþega á bætur.
  Sérstakt fjármagn var sett í­ hjálpartækjastyrki aldraðra.
  Skattalækkanir (tekjuskattur, virðisaukaskattur og eignaskattur) koma öllum til góða.
  Kaupmáttur lí­feyrisgreiðslna hefur hækkað um 142% frá árinu 1995 á sama tí­ma og kaupmáttur launa hefur hækkað um 40%
  Ellilí­feyrisgreiðslur hérlendis eru hærri en á hinum Norðurlöndunum.
  Gerðar hafa verið tillögur til breytinga á örorkumati sem auðvelda atvinnuþátttöku og styðja við bak öryrkja sem vilja halda út á vinnumarkaðinn.
  Unnið er að eflingu heimahjúkrunar heilsugæslunnar.
  Framsókn er eini flokkurinn samkvæmt mí­num upplýsingum sem hefur lagt það til að komið verði á fót umboðsmanni aldraðra og öryrkja.

 8. Þú hefur ekki svarað spurningunni enn þá. Þetta er spurning með tveimur valmöguleikum sem ætlað er að leiða í­ ljós að ef þú stæðir frammi fyrir þessu vali, sem vonandi enginn þar nokkurntí­man að gera í­ alvöru, hvort myndir þú velja? Þetta er ekki flóknara.

  En þar sem þú neitar svara spurningunni þá ætla ég að draga þá ályktun út frá upphaflegu færslunni að þér finnist í­ lagi að fórna lýðræði og jöfnuði fyri banka.

  Það var sennilega full djúpt í­ árina tekið þegar ég talaði um að ní­ðast á öldruðum og öryrkjum, en þú skildir vonandi hvað ég átti við.

  1. Afhverju ættum við að treysta þessu núna frekar en sí­ðast?

  2. Við höfum engar heimildir samkvæmt alþjóðasamningum. Við höfum undanþágur frá þeim. Þessar undanþágur eru þær sömu og fátæk þriðjaheimsrí­ki hafa fengið vegna þess að eina von þeirra um velmegun er iðnvæðing. En við eigum semsagt vona á áframhaldandi ofuráherslu á álver. Það þarf auðvitað að nýta undanþágurnar.

  3. Ég var nú aðallega að fiska eftir því­ hvort það ætti að taka upp gjöld á fleiri stöðum en nú þegar hefur verið gert. En það er jákvætt ef Framsóknarflokkurinn er farinn að styðja gjaldfrjálst menntakerfi.

  4. Ég vona að þú fyrirgefir mér, en þið hafið ekki gefið okkur ástæðu til þess að trúa þessu.

  5. 12 ár í­ rí­kisstjórn og flest af því­ sem þú telur upp á að gerast einhvertí­man í­ framtí­ðinni. Hvað með öryrkja?

  Nú ætla ég að hætta þessum ofsóknum. Mér hefði samt þótt gott ef þú hefðir treyst þér til að svara upphaflegu spurningunni. Mér þykir nefnilega mjög leiðinlegt að gera fólki upp skoðanir.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *