Grænir dagar

Ég kynnti mér starfsemi Framsóknarflokksins á föstudaginn ásamt öðrum þjóðfræðinemum. Auk okkar voru á svæðinu guð-, mann-, sagn- og fornleifafræðinemar. Ég get ekki sagt annað en að mér lí­tist ágætlega á þennan flokk. Ég reyndar veit ekki hvort ég sé rétti aðilinn til að dæma hvernig til tókst en vil benda á eina staðreynd sem ekki kom fram á föstudaginn. Ég held enginn annar flokkur geti státað af sérstakri þjóðfræðideild. Bara í­ framboði eru tveir þjóðfræðinemar og einn þjóðfræðingur.

Jóní­na Bjartmarz, Dagný, Birkir, Sæunn, Jóní­na Brynjólfs, Jóhanna, Sveinn Hjörtur og fleiri áttu mjög góðar og málefnalegar umræður við okkur. Gaman þegar þrí­r yngstu þingmenn þjóðarinnar eru allir í­ sama flokknum. Til samanburðar er yngsti þingmaður VG jafngamall mömmu (mamma ef þú lest þetta þá ertu ekki gömul, stoppkallinn er það bara). Inn á þingi þarf að vera ungt fólk sem vinnur að málefnum ungs fólks.

í gær var frambjóðendaráðstefna flokksins sem heppnaðist ljómandi vel. Næsta laugardag er sí­ðan Stjórnmálaskóli SUF sem ég hvet ykkur til að kí­kja á. Skráning stendur yfir á framsokn@framsokn.is til fimmtudags. Þangað til reyni ég að skrifa ritgerð.