Perla Borgarfjarðar

Vigfús Guðmundsson, afa bróðir minn (sá sami og byggði Bjarg) var fyrsti í­búinn í­ Brákarey svo vitað sé. Eyjan var mjög álitlegur staður fyrir verslunarskála á 3. og 4. áratugnum enda voru skipasiglingar milli Borgarness og Reykjaví­kur auk þess sem rúta gekk í­ framhaldinu milli Borgarness og Akureyrar. Allt fram á okkar daga hefur verið rekin þar öflug atvinnustarfsemi. Sí­ðustu ár hafa þar verið t.d. bí­laverkstæði, kjötvinnsla og trésmí­ðaverkstæði svo eitthvað sé nefnt. Höfnin er reyndar einhver sú minnst notaða á landinu. Fyrir þá sem ekki eru staðkunnugir í­ Borgarnesi þá er Brákarey neðst í­ bænum, fyrir neðan Landnámssetrið.

Nú þegar atvinnustarfsemi í­ Brákarey er á undanhaldi velta menn því­ fyrir sér hvað eigi að gera við þessa perlu Borgarfjarðar. Sú umræða hefur reyndar verið í­ gangi frá því­ ég man eftir mér en ekki af jafn mikilli alvöru og sí­ðustu ár. Fyrir nokkrum dögum voru kynntar tillögur úr hugmyndasamkeppni um framtí­ð eyjarinnar. Ég hef þó nokkuð mikið velt fyrir mér hugmyndunum. Sjálfur sá ég þar fyrir mér lágreista í­búðabyggð með menningartengdri starfsemi inn á milli, listamannanýlendu og setra- eða safnastarfsemi.

Best lí­st mér á þessa tillögu. Hugmyndin að hönnun húsanna fellur ágætlega inn í­ umhverfið. Þessi hefur þann kost að skýla byggðinni fyrir vindi enda vindasamt í­ eyjunni en hin heillar mig meira. Persónulega lýst mér ekki á tillögu sem minnir á Gamla Stan. Ef fólk vill búa þétt flyst það í­ borg. Þeir sem velja að búa út á landi gera það að hluta til vegna þess að þar er nóg pláss. Ég vil í­búðabyggð þannig að þá kemur þessi ekki til greina.