Það er áhugavert að kynna sér stefnu íslandshreyfingarinnar. Sérstaka athygli mína vekur krafan um stóraukið aðhald í ríkisfjármálum sem hefur verið mjög vel rekinn síðustu ár. Kröfunni fylgir síðan loforðasúpa sem gerir lítið úr aðhaldinu. Ég skal reyndar kvitta upp á eitthvað sem þar kemur fram eins og gamalt stefnumál Framsóknar um að ráðherrar gegni ekki þingmennsku. Ég mæli líka með kröfunni um hækkun frítekjumarks námslána. Ég veit ekki alveg hvaða frítekjumark það er enda ekkert svoleiðis til lengur. Kolbrún Halldórs er greinilega ekki sú eina sem talar úr fortíðinni. Tölum frekar um stöðuna eins og hún er í dag.