Sá yðar er syndlaus er…

Var að byrja á páskaegginu mí­nu núna enda ekki seinna vænna. Málshátturinn ef málshátt má kalla var á þessa leið: „Með tí­manum sér maður eftir öllum syndunum sem maður gerði og heilmiklu sem maður gerði ekki“. Burt séð frá merkingunni velti ég því­ fyrir mér hvort þetta sé góð í­slenska. Gerir maður syndir? Þetta minnir mig á auglýsingu frá Sí­manum fyrir nokkrum árum þar sem sagði. „Þetta er þí­n hugmynd, við hjálpum þér að láta hana gerast“. Það kom illa út þar sem ekki er hægt að láta hugmyndir gerast, aðeins hægt að framkvæma þær.

Ég reyni að fylgjast með Spurningakeppni fjölmiðlanna á páskum. Kannski ekki merkilegt útvarpsefni en engu að sí­ður ágætt á að hlusta þegar maður tekur sér hlé frá náminu. Fréttastofa íštvarps vann í­ ár eftir að hafa komist í­ undanúrslit sem stigahæsta tapliðið. Að öðru leiti er lí­tið frá keppninni að segja nema þetta er þriðja árið í­ röð sem Sveinn Guðmarsson tapar í­ úrslitum.

Ég átti annars ágæta bingólausa helgidaga í­ Borgarnesi, Mosfellsbæ og Reykjaví­k.