í Norður Atlantshafi má finna 300 þúsund manna þjóð með eurovisionþráhyggju á háu stigi. Þjóðin hefur reynt allt en aldrei unnið. Þjóðin veltir því mikið fyrir sér hvers vegna aðrar þjóðir skilja ekki að nú sé kominn tími fyrir hana að vinna keppnina. Nýjasta skýringin er sú að til sé Austantjaldsmafían sem sér um sína og kýs ekki ísland. Þjóðin áttar sig hins vegar ekki á því að árum saman hefur hún tilheyrt Norðurlandamafíunni og gefur yfirleitt grannþjóðum sínum hæstu stigin. Ánæsta ári ætlar eyríkið litla að gera allt vitlaust í keppninni og senda dansara sem fær hvort tveggja sænska gelhnakka og rúmenskar kerlingar með yfirvaraskegg til þess að kjósa ísland. Sjáið bara þessa hæfileika.