í morgun kom með Fréttablaðinu bæklingur frá Hagkaupum þar sem auglýstir eru ítalskir dagar sem nú standa þar yfir. Það er ekkert að því svo sem að verslanir bjóði upp á þema daga. Maðurinn hefur þörf fyrir tilbreytingu og er alltaf að leita að einhverju nýju. Hins vegar velti ég því fyrir mér hversu ítalskur ísinn sem framleiddur er á Suðurlandsbrautinni þarf að vera til þess að hægt sé að kalla hann ekta ítalskan ís eins og Hagkaup gerir? Af hverju er sorbertinn sem Emmess ís framleiðir ekki líka ekta ítalskur ís?
Hugtakanotkun okkar er sérstök. Við getum verslað út í búð ekta „indversk“ brauð, „grískan“ ost eða „ítalskan“ ís. Allt saman framleitt á íslandi. Einu tengslin við Indland, Grikkland eða ítalíu er uppruni uppskriftarinnar sem hefur á leiðinni til íslands tekið miklum breytingum. Ég leyfi mér að efast um að það sé nógu sterk tenging til þess að hægt sé að tala um „ekta“ gríska, indverska eða ítalska vöru. Tæki einhver upp á því að framleiða ekta íslenskt smjör í ístralíu efast ég um að landinn yrði par hrifinn af því uppátæki. Ekta íslenskt smjör er einfaldlega það smjör sem er framleitt á íslandi.