„Hættu að væla! Ég þarf að æla“

Ef ég ætti að semja texta við sjómannalag væri hann annað hvort um kröftuga í­slenska karla sem eiga kærustu í­ hverri höfn eða konuna sem bí­ður heima á meðan karlinn sækir sjóinn við erfiðar aðstæður. Þannig finnst mér textarnir við týpí­sk sjómannalög vera. Sjómannalagið í­ ár fjallar hins vegar ekki um karlmennsku og kvennafar. Sonur hafsins, lagið sem sigraði í­ Sjómannalagakeppni Rásar 2 í­ ár fjallar um mann sem langar ekki á sjó. Mér finnst þjóðfélagsádeilan og kaldhæðnin í­ textanum góð. Hinir þingeysku Ljótu hálfvitar eru með skemmtilegri hljómsveitum á íslandi í­ dag. Minna á Baggalút og Hund í­ óskilum. Bjór, meiri bjór er t.d. alveg þess virði að hlusta á a.m.k. einu sinni.

Ég vil í­ leiðinni óska í­slenska landsliðinu í­ knattspyrnu til hamingju með að hafa náð þeim stórkostlega árangri að ná jafntefli við 33 þúsund manna stórveldið Liechtenstein á Laugardalsvelli í­ gær. Landið er tæplega tvisvar sinnum stærra en Þingvallavatn og hefur liðið á að skipa nokkrum leikmönnum sem spila í­ 3. og 4. deild í­ Sviss. Ég skil bara ekki hvernig nokkrum manni gat látið sér detta það í­ hug að hægt væri að vinna þennan leik. Næsta verkefni íslendinga hlýtur að vera að finna einhvern Sví­a til þess að hlaupa inn á völlinn í­ Stokkhólmi á miðvikudaginn og fá þannig dæmdan 0-3 sigur.