NCF Repskap

Ég sat um helgina ársfund NCF sem eru samtök ungra norrænna miðjumanna fyrir hönd SUF ásamt Bryndí­si Gunnlaugs og Jóhönnu Hreiðars. í nafni SUF lögðum við fram þrjár ályktanir sem allar voru samþykktar samhljóða um málefni innflytjenda, jafnrétti kynjanna og umhverfismál. Að auki voru samþykktar ályktanir m.a. um stuðning við kynningu á norrænum kvikmyndum, grænni borgir o.fl. Þegar ég verð búinn að þýða þær hendi ég þeim hingað inn eða á suf.is.

Þema fundarins að þessu sinni voru innflytjendur og var rætt um málefni þeirra fram og aftur. Sérstaklega fannst mér áhugavert að heyra í­ í­raskri konu, Abir Alsahiani sem vinnur í­ dag fyrir sænska miðjuflokkinn. Hún sagði frá því­ hvernig var fyrir hana að sækja um vinnu í­ Sví­þjóð með MA gráðu frá sænskum háskóla, talandi reiprennadi sænsku. Skólafélagar hennar fengu vinnu án mikillar fyrirhafnar á meðan hún þurfti að sækja um nokkur hundruð störf. Hún fjallaði einnig um ástandið í­ írak í­ dag og sagði frá því­ hvernig það var að starfa í­ kosningabaráttu þar. Aðstæðurnar þar eru töluvert frábrugnar því­ sem við eigum að venjast. Núna þarf ég að fara læra sænsku til að geta tekið frekari þátt í­ norrænu samstarfi sem heillar mig alltaf meira og meira.