Næsti vegamálastjóri

Það er örugglega frekar auðvelt og skemmtilegt að vera ráðherra í­ Samgönguráðuneytinu miðað við mörg önnur ráðuneyti. Vegspotti hér, vegspotti þar, GSM samband hér, GSM samband þar, höfn hér, flugvöllur þar, ekki loka þessu pósthúsi þar sem það er í­ kjördæminu mí­nu o.s.frv. Sturlu Böðvarssyni tókst samt að klúðra hverju málinu á fætur öðru á meðan hann sat þar. Fyrir nokkrum dögum hefði ég giskað á að hann yrði næsti vegamálastjóri. í dag giska ég á að hann hann verði það ekki.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *