Pappí­rs- og blýantaverslun rí­kisins

Ég fór sí­ðast á pósthús um sí­ðustu jól, þá hér í­ Mosfellsbæ. Kannski hefur eitthvað breyst sí­ðan en þá var ekki hægt að versla þar skrifstofuvörur, fara á netið eða prenta út ljósmyndir. Enda af hverju ætti það að vera hægt á rí­kisreknu pósthúsi? í fréttatilkynningu sem íslandspóstur sendi frá sér í­ gær kemur hins vegar fram að þessi þjónusta verði í­ boði á svokölluðum kjarnapósthúsum. Orðrétt segir: 

í nýju húsnæði er ætlunin að bjóða upp á aukna þjónustu til að koma til móts við breyttar þarfir viðskiptavina. Hér er meðal annars átt við sölu á ýmiskonar vörum eins og skrifstofuvörum, ritföngum, pappí­r, geisladiskum, kortum og öðru sem mikilvægt er fyrirtækjum, einstaklingum og ferðalöngum.

í nýjum pósthúsum verða sett upp „Samskiptaborð“ sem eru nýjung í­ þjónustu Póstsins . Þar verður í­ boði að kaupa netaðgang, prenta út gögn og ljósmyndir, skanna og ljósrita svo eitthvað sé nefnt. Einnig gefst viðskiptavinum kostur á að panta aðra þjónustu Samskipta á pósthúsunum og fá senda um hæl.

Ásí­ðasta ári keypti fyrirtækið Samskipti, fyrirtæki í­ einkaeigu sem sérhæfir sig í­ prentlausnum og kynningarmálum. Þau viðskipti eru enn fjarskyldari hlutverki fyrirtækisins en kaup og sala á blýöntum. Póstþjónustan gefur sjálfsagt ekki mikið af sér og því­ leitar Pósturinn á önnur mið til að afla sér tekna. Svo langt hefur fyrirtækið gengið að meirihluti tekna þess er aflað á samkeppnismarkaði.

í ársbyrjun 2009 fellur einkaleyfi rí­kisins á póstdreifingu alfarið úr gildi. Þýska og Hollenska rí­kið hafa selt allan sinn hlut í­ þarlendri póstþjónustu. í Belgí­u, Danmörku og Möltu hafa verið stigin skref í­ einkavæðingu þjónustunnar. Þingmenn hljóta að skoða það alvarlega í­ vetur hvort ekki sé rétt að selja íslandspóst ohf, að hluta. Ég treysti einkaaðilum til þess að reka póstþjónustu rétt eins og ég treysti þeim til þess að reka sí­mafyrirtæki og banka. Við söluna verður þó að gæta þess að grunnþjónustan verði áfram veitt á jafnréttisgrundvelli.