Nei.. djók

Einar Sveinbjörnsson skrifar fí­na grein í­ Blaðið í­ morgun þar sem hann gangrýnir orðagjálfur forystumanna Samfylkingarinnar fyrir sí­ðustu kosningar. Gasprað var um ókeypis námsbækur í­ framhaldsskólum sem ekki var staðið við þegar flokkurinn fékk tækifæri til þess. Sömuleiðis lofaði flokkurinn því­ að efnis- og innritunargjöld yrðu felld niður (sú tillaga á lí­ka við um opinbera háskóla).

Alþingi mælist í­ könnunum með sí­fellt minna traust landsmanna. Við þurfum kannski ekki  að leita langt að skýringum þegar framkoman við yngstu kjósendurna er eins og framkoma Samfylkingarinnar. Atkvæði flokksins út á þessa tillögu hafa örugglega verið ófá. Stjórn SUF samþykkti eftirfarandi ályktun í­ gær um þetta mál.

Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) kallar eftir ókeypis skólabókum fyrir námsmenn í­ framhaldsskólum eins og Samfylkingin lofaði fyrir sí­ðustu kosningar. Einnig lofaði Samfylkingin því­ að innritunar og efnisgjöld yrðu felld niður.

Það er ábyrgðarlaust að fara fram með svona loforð sem hefur bein áhrif á fjárútlát ungs fólks ef ekki stendur til að standa við það. Samfylkingin gekk í­ sumum kjördæmum svo langt að senda út áví­sun stí­laða á nemendur út af þessu kosningaloforði sí­nu.

Skorar SUF því­ á þingmenn Samfylkingarinnar að standa við gefin loforð og tryggja framhaldskólanemum ókeypis námsbækur og að innritunar og efnisgjöld verði felld niður.