Það verður seint sagt um nýjustu auglýsingu Símans að hún sé frumleg. Afskræming á Síðustu kvöldmáltíð Da Vinci hefur áður birst í formi auglýsingar og það oftar en einu sinni. Oftast fær fyrirtækið sem auglýsir viðbrögð frá trúuðum sem finnst að trú þeirra vegið. Umræðan í kjölfarið er góð auglýsing á auglýsingunni. Frægasta dæmi afskræmingar er líklega auglýsing frá Marithé & Franí§ois Girbaud. Málverkið hefur einnig verið notað til að auglýsa poker og breska sjónvarpsþáttaseríu svo eitthvað sé nefnt.
Síðan eru auðvitað uppstillingar ganga manna á milli á netinu eins og McDonalds auglýsing eða uppstilling sem inniheldur persónur úr Star Wars. Kirkjan vísar á sinni síðu sjálf inn á The Brick Testament, vefsíðu þar sem finna má uppstillingu Da Vinci gerða með lego kubbum. Hér er síðan annað dæmi um Lego kalla uppstillingu. Jón Gnarr höfundur auglýsingar Símans hélt fræga sýningu fyrir nokkrum árum þar sem hann stillir Action mönnum upp eftir fyrirmynd ítalans.
Það er mikilvægt að hafa það í huga að Síðasta kvöldmáltíðin er málverk sem byggir á þjóðsögu og hefur málverkið sjálft ekkert trúarlegt hlutverk. Ótrúlega margir virðast hins vegar vera tilbúnir til að gagnrýna Símann fyrir skopstælingu á málverkinu og taka það sem einhverskonar trúarlegri móðgun. Aðrir svara því til að kirkjunar mönnum skorti allan húmor.
Síðan er það sjónvarpsauglýsingin sem er annað mál. í auglýsingunni endurspeglast að einhverju leyti hugarfarsbreyting sem orðið hefur í samfélaginu á síðustu árum í garð kristninnar. Það hefur verið hálfgert tabú að segja brandara á íslandi á kostnað hennar. Lengi hafa hins vegar verið sagðir brandarar þar sem óspart er gert grín að t.d. gyðingum.
Mér finnst auglýsing Símans ekki sérstaklega fyndin en hún misbýður mér ekki heldur. Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá sjónvarpsauglýsinguna var reyndar hversu sniðugt það væri að bæði símafyrirtækin væru nú með þjóðsögur í auglýsingum sínum. En auðvitað hlýtur það að vera undir viðskiptavinum Símans komið hvort þeim misbjóði svo auglýsingin að þeir hætti viðskiptum við fyrirtækið. Þannig leysir markaðurinn málið.