Stóra Sí­mamálið

Það verður seint sagt um nýjustu auglýsingu Sí­mans að hún sé frumleg. Afskræming á Sí­ðustu kvöldmáltí­ð Da Vinci hefur áður birst í­ formi auglýsingar og það oftar en einu sinni. Oftast fær fyrirtækið sem auglýsir viðbrögð frá trúuðum sem finnst að trú þeirra vegið. Umræðan í­ kjölfarið er góð auglýsing á auglýsingunni. Frægasta dæmi afskræmingar er lí­klega auglýsing frá Marithé & Franí§ois Girbaud. Málverkið hefur einnig verið notað til að auglýsa poker og breska sjónvarpsþáttaserí­u svo eitthvað sé nefnt.

Sí­ðan eru auðvitað uppstillingar ganga manna á milli á netinu eins og McDonalds auglýsing eða uppstilling sem inniheldur persónur úr Star Wars. Kirkjan ví­sar á sinni sí­ðu sjálf inn á The Brick Testament, vefsí­ðu þar sem finna má uppstillingu Da Vinci gerða með lego kubbum. Hér er sí­ðan annað dæmi um Lego kalla uppstillingu. Jón Gnarr höfundur auglýsingar Sí­mans hélt fræga sýningu fyrir nokkrum árum þar sem hann stillir Action mönnum upp eftir fyrirmynd í­talans.

Það er mikilvægt að hafa það í­ huga að Sí­ðasta kvöldmáltí­ðin er málverk sem byggir á þjóðsögu og hefur málverkið sjálft ekkert trúarlegt hlutverk. Ótrúlega margir virðast hins vegar vera tilbúnir til að gagnrýna Sí­mann fyrir skopstælingu á málverkinu og taka það sem einhverskonar trúarlegri móðgun. Aðrir svara því­ til að kirkjunar mönnum skorti allan húmor.

Sí­ðan er það sjónvarpsauglýsingin sem er annað mál. í auglýsingunni endurspeglast að einhverju leyti hugarfarsbreyting sem orðið hefur í­ samfélaginu á sí­ðustu árum í­ garð kristninnar. Það hefur verið hálfgert tabú að segja brandara á íslandi á kostnað hennar. Lengi hafa hins vegar verið sagðir brandarar þar sem óspart er gert grí­n að t.d. gyðingum.

Mér finnst auglýsing Sí­mans ekki sérstaklega fyndin en hún misbýður mér ekki heldur. Það fyrsta sem mér datt í­ hug þegar ég sá sjónvarpsauglýsinguna var reyndar hversu sniðugt það væri að bæði sí­mafyrirtækin væru nú með þjóðsögur í­ auglýsingum sí­num. En auðvitað hlýtur það að vera undir viðskiptavinum Sí­mans komið hvort þeim misbjóði svo auglýsingin að þeir hætti viðskiptum við fyrirtækið. Þannig leysir markaðurinn málið.