Fyrir kosningar skrifaði ég inn á suf.is grein þar sem ég gerði málflutning Jóns Baldvins Hannibalssonar og Samfylkingarinnar í landbúnaðarmálum að umtalsefni. Jón lýsti landbúnaðarstefnu Framsóknar með orðum nóbelsskáldsins, sagði hana hernað gegn landinu, óumhverfisvæna og dýra fyrir neytendur. Ég lofaði framhaldi og hér kemur það.
Vandamál íslendinga er ólíkt nágrannaþjóðum okkar hvað varðar beit sauðkindarinnar. Víða erlendis hefur vandamálið verið skortur á nýtingu úthaga. Hér á landi var vandamálið öfugt, þ.e. ofnýting sem leiðir af sér gróðureyðingu og uppblástur. íkveðnir einstaklingar hafa ávalt haft horn í síðu sauðkindarinnar vegna þessa. Oftast er lausnin friðun, friðun og meiri friðun úthaga. Þessum einstaklingum er þó góðfúslega bent á að óbitnir graslendismóar á kafi í grasi, synu og mosa eru illfærir yfirferðar. Þeir nýtast því ekki þeim sem vilja njóta náttúrunnar.
Hófleg beit er gagnleg landi og þjóð. Ofbeitin sem áður var er ekki eins mikið vandamál í dag. Frá 1980 hefur sauðfé fækkað um helming á landinu. Þá hefur veður verið gróðri hagstætt og sést það hvort sem er á hálendi eða láglendi. Þeir sem kenna sauðfé um eyðingu birkiskóga er bent á að sauðfjárbeit í hófi flýtir fyrir vexti trjánna og eykur gróðurlíf á skógarbotninum. Óbeittir skógar eru ófærir yfirferðar og engum til gagns nema þeim sem vilja á þá horfa úr lofti. í framhjáhlaupi þykir mér rétt að benda á að sauðfé étur ekki birki allt árið, heldur einungis fyrri hluta sumars þar sem seinni hluta sumars verður birkið beiskara og það vill sauðféð ekki.
Sem vörslumenn lands gegna bændur mikilvægu hlutverki í náttúruvernd, landgræðslu og skógrækt. Skógræktar- og landgræðslubændum hefur fjölgað mikið á síðustu árum og eru hátt í þúsund talsins í dag. í dag getum við leyft okkur að tala um skógræktarbændur. Það er starfsgrein sem ekki var til af neinu viti fyrr en Guðni ígústsson settist í landbúnaðarráðuneytið. Trjárækt kann að verða ein af helstu auðlindum íslendinga í framtíðinni. Þess vegna þurfum við að halda áfram á sömu braut og styðja við skógræktarbændur.
Stefnan Framsóknar í landbúnaðarmálum er því alls ekki óumhverfisvæn eins og Jón Baldvin heldur fram. Stefna Samfylkingarinnar í landbúnaðarmálum sem gengur út á að ala á fordómum gegn bændum og sauðkindinni kemst vonandi aldrei á framkvæmdastig þrátt fyrir að flokkurinn sé nú sestur í ríkisstjórn.