Smá meira um Haustblað Vöku. Erla Guðrún er þar ennþá sögð hafa verið í Röskvu. Hún var í Háskólalistanum svo það sé á hreinu. Mér hefur síðan verið bent á að það sé ósanngjarnt að skamma bara annað barnið þegar bæði eiga það skilið. Röskva hefur hins vegar lítið sent frá sér í haust í eigin nafni en þeim mun meira í nafni Stúdentaráðs sem er framför. Nú veit ég ekki hvort Vökuliðar vilji ekki taka þátt í starfi ráðsins á meðan Röskva er með meirihluta þar eða hvort Röskvuliðar banni þeim það. Ég hef lítið séð af Vökuliðum þar sem Stúdentaráð hefur staðið fyrir einhverjum uppákomum og ég hef mætt.
Ég set reyndar spurningamerki við þær tilraunir Röskvu að eigna sér „frítt í Strætó“. Málið er þannig vaxið að Björn Ingi skrifaði grein þar sem hann lagði til að frítt yrði í strætó fyrir námsmenn þann 1. október 2005. Framsókn var með málið á stefnuskránni fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006 (eins og raunar flest framboðin nema Sjálfstæðisflokkurinn held ég). Framsókn barði síðan málið í gegn um meirihlutaviðræður í borginni fyrir rúmu ári síðan. Allt þetta gerðist áður en Röskva fékk meirihluta í Stúdentaráði sem var í febrúar 2007.