Endurgreiðsla er góð hugmynd

Það er gott mál hversu margir erlendir kvikmyndagerðamenn hafa áhuga á að taka upp myndir sí­nar á íslandi og það er engin tilviljun að svo sé enda fá þeir endurgreiddan hluta af kostnaðinum sem til fellur hérlendis. Það er góð hugmynd að nota sama fyrirkomulag til að kvetja erlenda tónlistarmenn til að taka upp tónlist á íslandi. Ágóðum stjórnarfundi SUF í­ gær var samþykkt eftirfarandi ályktun sem ég vona að iðnaðarráðherra taki vel í­.

Stjórn SUF fagnar þeim árangri sem náðst hefur í­ því­ að fá erlenda kvikmyndagerðarmenn til að taka upp kvikmyndir og sjónvarpsefni hérlendis.

Það frumkvæði iðnaðarráðherra Framsóknarflokksins að leggja fram frumvarp til laga um endurgreiðslu á hluta kostnaðar við framleiðslu slí­ks efnis hérlendis, og tryggð þeirra og áframhaldandi stuðningur við verkefnið, hefur ráðið miklu um þessa velgengni. írangurinn er sýnilegur í­ tekjum í­ þjóðarbúið, mikilli og jákvæðri athygli á erlendri grundu og þá hefur þetta fyrirkomulag stutt við í­slenskan kvikmyndaiðnað.

SUF vill að haldið verði áfram á svipaðri braut og skorar á núverandi iðnaðarráðherra að koma á samskonar kerfi endurgreiðslna vegnu upptöku á tónlist.

SUF telur að með slí­ku kerfi mætti laða mikið af erlendu tónlistarfólki til að taka upp hljómplötur hérlendis með tilheyrandi landkynningu og tækifærum fyrir í­slensk upptökuver og tónlistarfólk. Þá telur SUF að slí­kt kerfi sé vel til þess fallið að styðja við bakið á í­slenskum tónlistariðnaði sem lengi hefur verið einn helsti vaxtarbroddurinn í­ menningarlí­fi á íslandi.

Áfundinum í­ gær urðu einnig breytingar á framkvæmdastjórn SUF. Guðmundur Ómar hefur látið af störfum sem ritari og tekur Fanný við af honum. Hlini tekur í­ framhaldinu við ritstjórn suf.is af henni. Hamingjuóskir vikunnar fara því­ til þeirra.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *