Evrópskur hafnabolti

Ekki vissi ég fyrr en um helgina að til væri Evrópumót í­ hafnabolta. Að spila hafnabolta í­ Evrópu er örugglega svipað því­ að spila handbolta í­ Amerí­ku. En eftir að hafa dottið inn á beina útsendingu frá mótinu á Eurosport komst ég að því­ að Holland og ítalí­a eru bestu hafnaboltaþjóðir álfunnar í­ gegn um tí­ðina. ítölum gekk reyndar illa í­ ár og lentu í­ 4. sæti. Það hefur aðeins tvisvar sinnum komið fyrir að aðrar þjóðir hafi slysast til að vinna mótið, Belgí­a og Spánn. Sí­ðast gerðist það fyrir 40 árum. Ég sá brot úr leik Sví­a og Spánverja á sunnudaginn. Sví­ar eru bestir Norðurlandaþjóða í­ hafnabolta og enduðu í­ 6. sæti á mótinu. Norðmenn hafa lí­ka lið en eru mjög lélegir og komust ekki í­ úrslitakeppnina. Er þetta ekki í­þrótt sem íslendingar gætu farið að æfa og jafnvel komist í­ úrslitakeppni stórmóts (þá er ég meina ólympí­uleika þar sem Evrópukeppni telst varla stórmót)?