Illa spunnið í­ Hádegismóum

Morgunblaðið vill meirihluta Sjálfstæðisflokks og VG í­ borgarstjórn. Spunakarlar og kerlingar Sjálfstæðisflokksins í­ Hádegismóum hafa lengi verið á þeirri skoðun en hamast í­ dag enn meira á rokkunum í­ spunasalnum. Tækifærið er notað vegna deilna um REI. Ég sé samt ekki alveg fyrir mér hvernig sá meirihluti ætti að ganga upp. Þó báðir flokkarnir séu á móti REI eins og fyrirtækið er uppbyggt í­ dag þá eru þeir það á sitthvorri forsendunni. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að hið opinbera græði. Vinstri Grænir vilja ekki að einkaaðilar græði. Sjálfstæðisflokkurinn getur reyndar verið sammála afstöðu VG að vissu leyti því­ þar á bæ má ekki hvaða einkaaðili sem græða.

Mér finnst sú hugmynd að selja allan hlut Orkuveitunnar í­ REI glapræði. Þá fyrst erum við farin að afhenda einkaaðilum orkufyrirtækin okkar á silfurfati. Til þess að lágmarka áhættuna get ég samt fallist á að selja hluta af eignarhlut OR, upp að því­ marki sem lagt var í­ fyrirtækið. En að ábyrgð stjórnarmanna í­ OR sem er tví­þætt. Annars vegar að tryggja í­búum á starfssvæði sí­nu rafmagn og vatn en hins vegar að skila eigendum sí­num, í­búum Reykjaví­kur, Akraness og Borgarbyggðar sem hæstum arði. Arðinn er sí­ðan hægt að nota til þess að byggja upp félagslega þjónustu í­ sveitarfélögunum. Sveitarfélögin geta orðið af tugmilljarða króna tekjum verði hluturinn seldur strax. Það er sí­ðan morgun ljóst að nauðsynlegt er að setja lög um aðskilnað veitustarfsemi frá samkeppnisrekstri.