FUF

íður en lengra er haldið þá óska ég Frjálslynda flokknum til hamingju með að hafa eignast ungliðahreyfingu aftur. Það er öllum stjórnmálaflokkum mikilvægt að hafa innanborðs öfluga ungliðahreyfingu. Skondna hliðin á þessu máli er að á sjö árum hafa verið starfandi þrjár ungliðahreyfingar innan flokksins. írið 2000 var starfandi hreyfing sem bar nafnið „Ungliðahreyfing Frjálslyndra og óháðra“, skammstöfuð skemmtilega UFÓ. Tveimur árum seinna voru stofnuð samtökin „Ung frjálslynd“, skammstöfuð UF. Þessi samtök hafa legið í­ dvala í­ nokkurn tí­ma og eru samkvæmt formanni nýju samtakanna dauð. í stað þess að endurvekja samtökin var stofnuð ný hreyfing sem ber nafnið „Félag ungra frjálslyndra“ sem ber skammstöfunina FUF.

Ég get eiginlega ekki sagt annað en að nafn félagsins sé afskaplega illa valið sé horft til þess að áratugum saman hafa ungliðafélög Framsóknarflokksins notað skammstöfunina FUF í­ starfi sí­nu. Það er óheppilegt að tvær eða fleiri hreyfingar sem starfa á sama vettvangi beri sömu skammstöfun enda getur það valdið misskilningi sem kæmi báðum aðilum illa.

ín þess að ég ætli að fara skipta mér af innri málum ungliðahreyfingarinnar þá vil ég benda stofnendunum góðfúslega á tvennt í­ framhaldinu. í fyrsta lagi þá getur verið erfitt að stofna svæðisbundin félög ungs fólks sem heyra undir félagið. í félagsstarfi er það þannig að félög mynda samband eða hreyfingu en sjaldnast með sér félag félaga. Félag er því­ smáa einingin í­ sambandi. í öðru lagi bendi ég á að lög félagsins eru nokkuð sérstök, ekki löng en innihalda nokkrar vafasamar greinar sem alls ekki flokkast undir lýðræðisleg vinnubrögð sem einkenna eiga stjórnmálaflokka á íslandi í­ dag Það er t.d. einkennilegt að formaður handvelji stjórn félagsins. í hverju felst félagafrelsið í­ félaginu?