í gær fannst mörgum Sjálfstæðismönnum „lygari“ ansi stórt orð. Ég held bara að „lygari“ sé ekki svo stórt orð borið saman við þau orð sem þeir sjálfir hafa notað síðustu klukkustundirnar. í kvöld hafa þingmenn þeirra notað um ákveðinn borgarfulltrúa orðin „loddari“, „spilltur“, „siðlaus“ og „illur vinur“, sem þýðir í þeirri merkingu sem Illugi Gunnarsson notaði í íslandi í dag „vondur maður“. Ég veit samt ekki hvort hann hafi gert sér grein fyrir merkingu orðsins þegar honum fannst flott að lesa upp úr Hávamálum rétt áður en útsendingu þáttarins lauk.
Hver er annars staða Gísla Marteins í dag innan Sjálfstæðisflokksins? í†tti reiði flokksmanna ekki að beinast að honum? Er það ekki helst hann sem hefur leitt það starf að grafa undan fráfarandi borgarstjóra?