Ekki svo mikið prinsip

Nýtilkomin prinsip sjálfstæðismanna í­ borgarstjórn eru mér umhugsunarefni. Ég velti því­ til dæmis fyrir mér hvenær sjálfstæðismenn í­ Borgarbyggð átti sig á því­ að samkvæmt stefnu flokksins er það ekki hlutverk sveitarfélaga að reka stóran banka, hvað þá stóran banka sem er að kaupa aðrar bankastofnanir af einstaklingum. Það er nefnilega þannig að sveitarfélagið Borgarbyggð á Sparisjóð Mýrasýslu að fullu sem á sí­ðustu árum hefur keypt Sparisjóð Siglufjarðar, Sparisjóð Ólafsfjarðar og hlut í­ Sparisjóð Skagafjarðar. Þá er Sparisjóðurinn á Akranesi í­ eigu Sparisjóðs Mýrasýslu. í stjórn sjóðsins eru 2 fulltrúar Sjálfstæðisflokksins auk þess sem sparisjóðsstjórinn er fyrrverandi oddviti flokksins í­ sveitastjórn. Ég hef því­ áhyggjur af því­ þegar Sjálfstæðismenn í­ Borgarbyggð komast að því­ hver stefna flokksins er. Til þessa hafa hugmyndir um sölu á sjóðnum helst komið frá vinstri vængnum í­ sveitastjórn. Já, hún er sérstök pólití­kin í­ Borgarbyggð.