íbúðalánamarkaðurinn

Alex birti áhugaverða bloggfærslu í­ gær um í­búðalánamarkaðinn. Ég hef svo sem ekki miklu við þetta tiltekna mál að bæta en hef í­ dag verið að renna yfir umræðuna sem fór fram í­ þjóðfélaginu þegar bankarnir hófu innrás sí­na á í­búðalánamarkaðinn. Einhverjir voru þá á þeirri skoðun að ekki væri heppilegt að taka lán á föstum vöxtum út lánstí­mann þar sem lí­klegt væri að vextir myndu lækka hratt og jafnvel verða komnir í­ 3% eftir eitt ár. Við sjáum í­ dag að sú spá rættist ekki. En þessi umræða spratt kannski upp í­ ljósi þess að lán með 4,15% vexti þýddi alls ekki það sama hjá öllum fjármálstofnunum. Nokkuð misjafnt var á milli þeirra hvort vöxtum er og var þinglýst á eignum, þeir séu fastir út lánstí­mann eða þá að þeir séu endurskoðaðir á nokkurra ára fresti. í fljótu bragði minnir mig að Landsbankinn og Frjálsi fjárfestingabankinn hafi endurskoðunarákvæði inn í­ lántökusamningum hjá sér. Kaupþing, Glitnir og íbúðalánasjóður lána á föstum vöxtum út lánstí­mann. Til annarra stofnana þekki ég ekki nógu vel.

PS. Fyrir þá sem bí­ða eftir upplýsingum um það hvaða selebb litu við í­ tí­ma hjá Valdimar í­ dag þá er frá því­ að segja að aðra vikuna í­ röð náðist ekki í­ Diarmuid. Regina Bendix spjallaði hins vegar við okkur um ekta og óekta þjóðfræðaefni.