Rok og rigning

í auglýsingapésa sem barst til mí­n í­ gær um nám í­ Danmörku stendur að þeir sem ætla sér að stunda nám þar þurfi að búa sig undir rok og rigningu allt árið um kring. Rok og rigning skipta mig svo sem engu máli enda bý ég á íslandi og var í­ nokkur ár í­ skóla á Skaganum en gæti hrakið aðra frá. Góð hugmynd væri að læra að hagræða sannleikanum smávegis af þeim íslendingum sem halda því­ fram að hvergi sé betra veður en hér á landi. Að halda öðru fram við útlendinga jafnast lí­klega á við landráð í­ þeirra augum. Til dæmis er ekki langt sí­ðan auglýsing frá 66°Norður var bönnuð í­ Iceland Review vegna slæms veðurs á myndinni. Þessir íslendingar…