Það er ánægjulegt að sjá sífellt fleiri í Sjálfstæðisflokknum loksins tjá sig um mikilvægi almenningssamgangna. Nú segir stjórnarformaður Strætó að kanna eigi hvort gefa eigi öllum frítt í strætó. Auðvitað á að kanna það og hefði átt að vera búið að því fyrir löngu. Ríkið á að koma að þeirri könnun ásamt sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu enda í hæsta máta óeðlilegt að ríkið greiði niður almenningssamgöngur á landsbyggðinni en ekki höfuðborgarsvæðinu. Jónína Bjartmarz talaði fyrir þessu sjónarmiði þegar hún var umhverfisráðherra en fékk lítil viðbrögð frá samstarfsflokknum í ríkisstjórn.
En aftur að Sjálfstæðisflokknum, stefnu hans og prinsippum. Fyrir ekki svo löngu síðan birtist grein í Varmá, blaði flokksins í Mosfellsbæ þar sem ungir Sjálfstæðismenn fögnuðu „frítt í strætó“ fyrir námsmenn. Þetta er mjög athyglisvert enda hafði skömmu áður birtist í fjölmiðlum ályktun frá félögum þeirra í Kópavogi þar sem því er haldið fram að gjaldfrjáls þjónusta á vegum sveitarfélaga gangi gegn stefnu flokksins. En ef ungir sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ standa fastir á sínu og halda áfram að tala um gjaldfrjála eða ódýra þjónustu, þá er ég bara nokkuð sáttur. Þeirri stefnu ættu ungir Sjálfstæðismenn í Mosfellbæ endilega að reyna að áleiðis til áhrifamanna innan flokksins s.s. bæjarfulltrúa flokksins í Mosfellsbæ og víðar, borgarfulltrúa, alþingismanna, ráðherra og ritstjóra fjölmiðla.
Hvað finnst SUS-urum um málið? ílyktaði sambandsþingið þeirra ekki um málið, mig minnir það. Jú… ný samþykkt ályktun ala SUS birtist hér.
Sjálfstæðisflokkurinn er stór flokkur sem sameinar alla þá er aðhyllast lýðræði, einstaklingsfrelsi, frjálst atvinnulíf og frjálsan markað. Það er grafalvarlegt mál ef oddvitar flokksins í stærstu sveitarfélögum landsins ganga þvert á þessa grunnhugsjón flokksins. Ungir sjálfstæðismenn ætla sér að standa vörð um sjálfstæðisstefnuna og eigra sér ekki við að berjast við þau öfl sem gegn henni standa, sama hvaðan þau koma.
Eins beina ungir sjálfstæðismenn spjótum sínum að Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, borgarstjóra Reykjavíkurborgar en hann hefur átt frumkvæði að fjöldanum öllum af málum sem ungir sjálfstæðismenn telja að stangist á við sjálfstæðisstefnuna. Af þeim málum má nefna klámráðstefnumálið, afskipti af íTVR og spilakassamálið svokallaða. Eins teljum við það ekki samrýmast stefnu flokksins að niðurgreiða samgöngufaramáta einstakra hópa. [Leturbreyting er mín]
Stöldrum nú aðeins við… eru ummæli forkólfa flokksins um mikilvægi almenningssamgana kannski bara blöff? Svona til að vega upp á móti neikvæðu umræðunni um flokkinn síðustu vikur?