Það er víst kominn tími til að koma fram og opinbera hér fyrirætlanir mínar varðandi vorið. Seint í september frétti ég frá Danmörku að möguleiki væri fyrir mig að sækja námskeið í vor sem tengist efni mastersritgerðarinnar sem ég á víst að vera skrifa. Ég hafði þá viku til að sækja um en hljóp til og sótti um að fara þangað sem Erasmus nemi frá og með áramótum. í lok október fékk ég jákvætt svar. Ég er sem sagt byrjaður að æfa mig í því að gleypa kartöflur enda er ég að öllu óbreyttu að fara í nám til írósa eftir áramót.