Frændur á toppnum

Ég hef gaman af alls konar listum. National Geographic hefur tekið saman lista yfir hvaða eyjar í­ heiminum er vert að heimsækja og tatarata… Færeyjar eru þar í­ fyrsta sæti. Annars er athyglisvert að fimm eyjar í­ fyrstu tí­u sætunum eru í­ Norður Atlantshafi: Færeyjar (1), Lófóten (3), Hjaltlandseyjar (4), Skye (6) og ísland (9). Lí­klega er skýringin sú að litið var til sjálfbærni ferðaþjónustunnar, félagslegra aðstæðna, menningar og sögulegra minja þegar listinn var tekinn saman. Lestina reka eyjur þar sem ferðamannastraumurinn er orðinn of mikill, t.d. Mallorca, Ibiza, Puket og Jamaica.