Vísir spyr hvað Landsbankinn fékk fyrir tæplega helming hlutabréfa í VíS á sínum tíma og segir átta milljarða króna mun vera á svörum fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins við þeirri spurningu. Galli fréttarinnar er hins vegar að líklega eru svörin mistúlkuð. Ég skil það allavega þannig að Valgerður svari því á hvaða verði hluturinn var seldur (6,8 milljarðar) en Finnur hvert markaðsvirði fyrirtækisins var miðað við söluna (14-15 milljarðar). Þá kæmu tölurnar meir að segja næstum því heim og saman.
Að lokum skal það tekið fram að ég hef ekki hugmynd um hvað bankinn fékk fyrir félagið og hef svo sem ekki verið að velta því fyrir mér hvað fjármálastofnanir hafa fengið fyrir fyrirtæki sem þau hafa selt í gegn um tíðina.