Spurt og svarað

Spurt er hvort verið sé að stofna nýjan Háskólalista? Því­ er til að svara að ég er ekki að stofna nýjan Háskólalista.

Spurt er hvort Háskólalistinn bjóði fram að í­ næstu Stúdentaráðskosningum? Því­ er til að svara að það hefur verið rætt en engin ákvörðun hefur verið tekin þar að lútandi.

Spurt er hvort hið nýja miðjufélag ætli sér að bjóða fram til Stúdentaráðs? Því­ er til að svara engin ákvörðun hefur verið tekin þar að lútandi enda er það félagsmanna hverju sinni að ákveða framtí­ð félagsins.

Spurt er hvort ég sé genginn í­ Röskvu? Því­ er til að svara að ég er hvorki genginn í­ Röskvu né Vöku en finnst spurningin skemmtileg.

5 replies on “Spurt og svarað”

  1. í hverju felst miðjustefna?

    Ég efast reyndar um að það sé hægt að tala um slí­ka stefnu, a.m.k. ekki á vinstri/hægri k varðanum.Vinstri og hægri eru stefnur frá miðjunni. Miðjan er núllið, þ.e.a.s. engin stefna. Þannig að miðjustefna hljómar mjög furðulega.

    Ertu þá að tala um að taka stefnuna frá hægri eða vinstri og inn á miðjuna í­ stefnuleysið? Ég á erfitt með að skilgreina stefnuleysi sem stefnu. Er þetta kannski einhver gjörningur?

  2. Ég sé að ekki er vanþörf á samtökum sem vilja fræða háskólafólk um miðjustefnu. En ég skal taka forskot á sæluna og reyna útskýra fyrir þér hvað miðjustefna er í­ örstuttu máli en annars tel ég að betri útskýringar fáist á fundinum á morgun.

    Sá sem álí­tur sig miðjumann finnst flokkar á hægri vængnum of langt til hægri og sömuleiðis eru þeir sem eru á vinstri vængnum of langt til vinstri. Miðjan getur verið breytileg milli rí­kja og í­ tí­ma. Miðjustefna er samt alltaf öfgalaus og hófsöm. Hún felst í­ því­ að vinna lausn á sameiginlegum viðfangsefnum samfélagsins með samvinnu og jöfnuð að leiðarljósi. Saman náum við árangri.

Comments are closed.