Spurt og svarað

Spurt er hvort verið sé að stofna nýjan Háskólalista? Því­ er til að svara að ég er ekki að stofna nýjan Háskólalista.

Spurt er hvort Háskólalistinn bjóði fram að í­ næstu Stúdentaráðskosningum? Því­ er til að svara að það hefur verið rætt en engin ákvörðun hefur verið tekin þar að lútandi.

Spurt er hvort hið nýja miðjufélag ætli sér að bjóða fram til Stúdentaráðs? Því­ er til að svara engin ákvörðun hefur verið tekin þar að lútandi enda er það félagsmanna hverju sinni að ákveða framtí­ð félagsins.

Spurt er hvort ég sé genginn í­ Röskvu? Því­ er til að svara að ég er hvorki genginn í­ Röskvu né Vöku en finnst spurningin skemmtileg.