Tölvuviðskipti

Tölvan mí­n sem fylgt hefur mér í­ gegn um háskólanámið gafst upp sí­ðustu nótt. Svo sannarlega er þetta ekki besti tí­minn fyrir svona lagað enda þarf ég að koma frá mér tveimur nokkuð stórum verkefnum á morgun. Fyrir rúmlega 7000 kr. fékk ég að vita að ekki borgaði sig að gera við hana. Dagurinn í­ dag fór því­ í­ að gráta þennan fyrrum vinnufélaga og leita að nýjum. Strax í­ morgun skoðaði ég heimasí­ðu EJS þar sem í­ boði var tölva á 110 þús. í kjölfarið ákvað ég að skoða hana betur. í versluninni fékk ég þær upplýsingar að hún væri nú á tilboði, 99.900 kr. Þetta var náttúrulega bara betra fyrir mig en samt ákvað ég að skoða fleiri tölvur. Þegar ég kem aftur þremur klukkutí­mum sí­ðar segir sölumaðurinn mér frá nokkrum eintökum á 89.900 kr. Hvort sem ég hef lent á verðkönnunartölvu eða ekki þá ég kominn með nýjan vinnufélaga sem vonandi verður mér innan handar næstu árin.