Það vekur furðu mína að á 1. desember hátíðarhöldum Stúdentaráðs Hí í ár koma ekki til með að sitja fyrir svörum fulltrúar úr menntamálanefnd Alþingis eins og undanfarin ár. Einmitt nú hefði verið sérstaklega spennandi að krefja fulltrúa Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks efnda enda engin smá loforð sem gefin hafa verið háskólastúdentum síðustu ár. Ég velti því fyrir mér hvort breyting hafi orðið á vegna þess að Samfylkingin er komin í ríkisstjórn eða eru breytingar eftir ríkisstjórnarskipti bara tilviljun?