Ég reyni að hugsa ekki um annað en þær rúmlega 3500 þéttskrifuðu blaðsíður sem ég verð spurður út úr 11. og 13. desember. Það gengur hálf illa. Ámilli þess sem ég las um veruhátt og andstæðuvensl fattaði ég að eftir mánuð verð ég fluttur til Danmerkur. Tilhugsunin er ekki alveg að venjast. Það styttist samt í brottför og upplýsingarnar um vorið eru að berast þessa dagana. Ég er t.d. kominn með herbergi úti sem er á svipuðum slóðum og ég dvaldi síðasta sumar. Ákorti er staðsetningin ágæt og ég þarf ekki að læra á nýtt hverfi, strætósamgöngur o.s.frv. Þá er það líka komið á hreint að ég flýg út seinnipart á Nýársdag. Heimkoma hefur hins vegar ekki verið skipulögð enn.