Hvað með þá sem minnst hafa?

Fagna ber öllum skrefum sem tekin eru til að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Undir forystu framsóknarmanna á sí­ðasta kjörtí­mabili var tekin sú ákvörðun um að bæta kjör þessara hópa um 30 milljarða. í dag gaf rí­kisstjórnin það sí­ðan út að hún ætlar að leggja fram allt að fimm milljarða til viðbótar. Mér sýnist reyndar sá verkefnalisti sem núverandi rí­kisstjórn ætlar að ráðast í­ komi helst þeim til góða sem sí­st þurfa á hjálp að halda. í sumar voru bætt kjör þeirra sem eiga möguleika á að afla sér tekna eða geta sótt fé í­ varasjóði og er nú haldið áfram á þeirri braut. Til að byrja með hefði ég lagt áherslu á bætt kjör þeirra sem eingöngu lifa á lí­feyrisgreiðslum, eiga ekki varasjóð og hafa ekki aðra fyrirvinnu á heimilinu. Það er samvinnu- og samhjálparstefna.

íður en fólk tapar sér í­ gleðinni yfir fyrirhuguðum jólapakka rí­kisstjórnarinnar er þó rétt að minna á kartöfluna sem fylgir. Það er nefnilega svo að gert er ráð fyrir því­ að lí­feyrisgreiðslur hækki um 3,3% á næsta ári samkvæmt því­ fjárlagafrumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi. Kauphækkun á almennum markaði er ráðgerð 5,5%. Kjör aldraðra og öryrkja munu því­ dragast aftur úr almennum kjarabótum á næsta ári. Þá er lí­ka rétt að benda á að verði verðbólga yfir 3,3% (sem er ekki ólí­klegt) munu kjör aldraðra og öryrkja skerðast á næsta ári.