Fyrirsögnin í meðfylgjandi frétt sem tekin er af Eyjunni hlýtur að gefa staðalímyndinni af fegurðardrottningum byr undir báða vængi.
Fréttin er annars svo hljóðandi þar sem hún kemst ekki öll fyrir á skjánum:
„Mistök í talningu urðu til þess að röng stúlka var krýnd Ungfrú Kalifornía í vikunni. Það var Christina Silva, 24 ára, sem var krýnd sigurvegari, en hún hefur nú afhent kórónuna til hins réttmæta sigurvegara sem er Raquel Beezley. Raquel hafði verið valin númer tvö í keppninni.
Umsjónarmaður keppninnar sagði að nokkrir dómaranna hefðu rengt úrslitin sem varð til þess að talið var upp á nýtt. Þá kom hið sanna í ljós.“