Óskiljanleg gjaldskrárhækkun

Meirihlutaflokkarnir í­ bæjarstjórn Mosfellsbæjar (VG og Sjálfstæðisflokkur) hafa tekið eftir því­ leiguverð félagslegra í­búða hefur ekki hækkað í­ takt við húsaleigu á almennum markaði. Flokkarnir hafa því­ ákveðið að hækka leiguna á félagslegum í­búðum um allt að 9% umfram neysluví­sitölu til að minnka þennan mun. Forsendur hækkunarinnar bera ekki vott um að til staðar sé mikill skilningur sé á félagslega húsnæðiskerfinu og tilgangi þess.

Fulltrúi Framsóknar bókaði í­ tilefni af þessu eftirfarandi á bæjarstjórnarfundi í­ gær.

Það vekur athygli og undrun að fjölskyldunefnd undir forystu vinstri grænna skuli leggja til allt að 9% hækkun umfram neysluví­sitölu á húsaleigu á félagslegum í­búðum. Þessi ákvörðun meirihlutans í­ Mosfellsbæ eru kaldar kveðjur til þess hóps sem hefur sannarlega þörf fyrir ódýrt félagslegt húsnæði og vafasamt að benda á þenslu á húsnæðismarkaði sem rökstuðning fyrir þessari grí­ðarlegu hækkun.

Sveitastjórnarflokkurinn á enn í­ strí­ði við náttúruverndarsamtök í­ bænum og svo þetta. Forystusveit VG á landsví­su hlýtur að klóra sér í­ hausnum og velta því­ fyrir sér á hvaða leið sveitastjórnarflokkurinn er hér í­ Mosó. Ekki er þetta stefna VG á landsví­su (eða ég trúi því­ allavega ekki).