Skriflegi hlutinn að baki

Þá er maður ví­st hálfnaður í­ prófum. Eitt skriflegt að baki og eitt munnlegt eftir. Uppbyggingin í­ skriflega prófinu var þannig að við fengum val milli tveggja ritgerðaspurninga. Það hefði verið gaman að skrifa um 11. stundina en ég valdi samt hópa. Þó ég hafi ekki náð að klára vona ég að það sem ég þó létt flakka hafi verið nóg. En það verður ví­st að koma í­ ljós, ekkert sem ég get gert úr þessu. Fannst ég vera á ágætu skriði þó ég hefði viljað skrifa miklu meira. Núna þarf ég hins vegar að hví­la höndina eftir skriftartörn. Af hverju er ekki boðið upp á tölvupróf?

Join the Conversation

  1. Avatar
  2. Avatar
  3. Avatar

3 Comments

  1. Heyr heyr. Hef oft óskað þess að ég mætti taka próf á tölvu, miklu fljótari að skrifa og laga uppbyggingu svaranna! í†tli þetta snúist ekki um fjármagn eins og allt annað…

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *