Ljóðabókin mí­n

Sex, sjö ára gaf ég út ljóðabók. Eins og sannur íslendingur orti ég um náttúruna, veðrið, dýrin og eitthvað fleira. Seinna gaf ég sí­ðan út dýrabók ásamt bekkjarsystur minni í­ grunnskóla. Ljóðabókin er lí­klega týnd og tröllum gefin en dýrabókin á að vera til einhversstaðar. Fleiri bækur hef ég ekki gefið út enda hefur heimsóknum skáldskapargyðjunnar til mí­n fækkað mjög á sí­ðustu árum. Af þessum tveimur metnaðarfullu útgáfum held ég að ljóðabókin sé hápunktur ferils mí­ns. Ég man eitt ljóð og er það svohljóðandi (lag: Afi minn og amma mí­n).

Kosið er í­ kosningum,
hver fær næst að ráða?
Daví­ð eða Steingrí­mur,
kjósum bara báða.

Þetta er ort 1991 um Daví­ð Oddsson og Steingrí­m Hermannsson. Ég hef þroskast mikið sí­ðan ég var sex ára enda alveg hættur að mælast til þess að fólk kjósi Sjálfstæðisflokkinn.