í kjallara Nordea bankans við Klemenstorg hér í írósum er sýning sem fjallar um líf víkinganna í borginni. Ég skrifaði eitthvað um þessa sýningu hér ef áhugi er á að fræðast meira hvað mér fannst um hana í júlí. Nú standa menn frammi fyrir erfiðri ákvörðun. Nauðsynlegt er að gera endurbætur á sýningunni enda er hún komin til ára sinna. Moesgí¥rd safnið rekur hana en hefur ekki efni á að borga fyrir þessar endurbætur. Það stefnir því í það að sýningunni verði lokað. Þetta harma framamenn í ferðaþjónustunni sem benda á að sýningin er vinsæl meðal ferðamanna og skoði hana margir eftir heimsókn í dómkirkjuna. Ég verð eiginlega að taka undir með þeim. Sýningin fjallar um mjög áhugavert efni en það verður samt að viðurkennast að framsetningin eins og hún er í dag er alls ekki góð og hæfir ekki fjölsóttri sýningu í miðborginni.