Ceres

Danir geta rætt mjög mikið um bjór, sérstaklega þó danskan bjór. Fyrir þremur dögum birtist stutt frétt á mbl.is um lokun bjórverksmiðju Ceres í­ írósum. Lí­klega hafa fáir tekið eftir fréttinni enda skipti hún íslendinga ekki svo miklu máli. Reyndar kom ekki fram þar um 200 manns missa vinnuna en áður höfðu um 300 manns verið sagt upp í­ Óðinsvéum hjá sama vinnuveitenda. En aftur að viðbrögðunum við fréttinni sem eru talsvert öðruví­si hér enda hefur verksmiðjan staðið í­ miðborginni frá því­ 1856. Hún er því­ 152 ára gömul og er Ceres „byens í¸l”. Þannig hefur markaðssetningin á drykknum verið lengi, t.d. var þetta með fyrstu upplýsingum sem við skiptinemarnir fengum á kynningu um borgina. Það er því­ skiljanlegt að viðbrögðin hafi ekki látið á sér standa. Kannski mætti lí­kja þessu við viðbrögð Vesturbæinga ef flytja ætti KR þaðan.

í Nyhedsavisen hefur verið fjallað um þetta mál frá mörgum hliðum sí­ðustu þrjá daga, t.d. spyrja þeir sig hvort dropar frá Fjóni eða Sjálandi geti verið „byens í¸l”. Nyhedsavisen hefur hins vegar enn ekki sagt frá eignarhaldinu á Royal Unibrew sem er eigandi Ceres. Þar á FL group nefnilega rúmlega 25% hlut. Hvaða máli skiptir það? Jú Baugur á stóran hlut í­ FL Group sem og Nyhedsavisen. Spyrðust þessar fréttir út yrði það lí­klega ekki til þess að auka lestur blaðsins hér í­ borg.