Auðvitað talaði hann ensku

í Bandarí­kjunum er deilt um það hvaða tungumál eigi að nota í­ grunnskólakennslu barna af mið og suður amerí­skum uppruna. Einhverjir vilja notast við ensku á meðan aðrir telja eðlilegt að kenna börnunum á þeirra móðurmáli. Þessar deilur eru sí­ður en svo nýjar af nálinni og voru m.a. heitar á 3. áratug 20. aldar, t.d. í­ Texas. Þar rí­kti Miriam „Ma“ Ferguson sem var fyrsti kvenkyns rí­kisstjórinn í­ fylkinu og önnur konan til að gegna embætti rí­kisstjóra í­ Bandarí­kjunum. Eiginmaður hennar hafði verið rí­kisstjóri nokkrum árum fyrr en lét af embætti vegna brota í­ starfi. En aftur að Miriam sem er lí­klega þekktust fyrir orð sem hún á að hafa sagt þegar deilurnar um tungumálakennsluna stóðu sem hæst. Hún á að hafa haldið á Biblí­unni í­ annarri hendi og sagt:

If the King’s English was good enough for Jesus Christ, it’s good enough for the children of Texas

Ég veit ekki til þess að til séu nokkrar heimildir fyrir því­ að Miriam hafi sagt þessi fleygu orð. Gróu á Leiti finnst nefnilega gaman að föndra sögur um fræga fólkið og sumar verða ansi lí­fseigar. í–ll höfum við heyrt sögur af „frægum” stjórnmálamönnum, leikurum, söngvörum o.s.frv. enda er það hluti af því­ að vera til. Sagnaskemmtunin hefur tilheyrt manninum lengi og mun gera það áfram. Margar sagnanna eru reyndar svo ótrúlegar að ekki er hægt að trúa þeim. Þeim er samt sem áður haldið gangandi í­ munnmælum og er það lykilatriðið. Þeim er haldið gangandi í­ munnmælum einmitt vegna þess að um er að ræða orðróm sem oft á tí­ðum lí­till sannleikur er til í­.

í†tli stjórnmálamenn að fara leiðrétta allar þær kjaftasögur sem ganga út í­ bæ á opinberum vettvangi tæki það alla orku þeirra og tí­ma. Við hljótum að geta gert þá kröfu til annarra stjórnmálamanna að þeir viti þetta og hlaupi ekki upp til handa og fóta heyri þeir krassandi kjaftasögu. Það er því­ svo að af mörgu vitlausu sem ég hef heyrt haft eftir stjórnmálamönnum þá eru orð Miriam „Ma“ einhver þau vitlausustu. Það að skrifa bréf og krefjast þess að stjórnmálamenn leiðrétta allar þær sögur sem Gróa á Leiti hefur samið er hins vegar með því­ vitlausara sem stjórnmálamaður hefur gert.