Voru það málefnin?

Það er kannski til marks um vinsældir hins nýja meirihluta borgarstjórnar að stuðningsyfirlýsingu Félags ungra frjálslyndra við hann er hampað. Sá félagsskapur er all sérstæður og væri hægt að skrifa um hann skemmtilega færslu. Ég set reyndar efasemdir um umboð félagsins. Er hreyfingin í­ raun og veru ungliðahreyfing Frjálslynda flokksins eða samanstendur hún aðeins af formanni félagsins sem leggst gegn félagsmiðstöðvum og „aðhyllist hófsama aðskilnaðarstefnu“? Ekki gat félagið allavega mannað sæti sí­n á þingi unga fólksins fyrr í­ vetur og voru þau ekki nema þrjú. Ég veit sí­ðan ekki til þess að flokkurinn sjálfur hafi viðurkennt hreyfinguna en hann er allavega ekki að flagga henni. Réttilega má hins vegar halda því­ fram að best sé að láta þá lí­kt og aðra öfgahópa afskiptalausa. Þar sem tilkynning frá þessu félagi hefur birst í­ fjölmiðlum er það ekki hægt lengur.

í gær lýsti félagið nefnilega yfir stuðningi við nýjan meirihluta í­ borgarstjórn Reykjaví­kur og er að mér skilst aðalástæðan sú að nýr meirihluti ætli sér ekki að einkavæða Orkuveitu Reykjaví­kur. Það er allavega ástæðan sem gefin er upp í­ ályktunni. Ég vissi ekki að það hafi staðið til hjá fyrri meirihluta en engu að sí­ður hafði formaður félagsins allt á hornum sér þegar til hans var stofnað. Af hverju kom ekki ályktun frá félaginu fyrir rúmum 100 dögum enda voru þá málefni Frjálslyndra og óháðra í­ Reykjaví­k komin á teikniborðið í­ Ráhúsinu. Nei, þann meirihluta var ekki hægt að styðja vegna þess að Margrét Sverrisdóttir, félagsmaður í­ íslandshreyfingunni kom að undirbúningi hans. Ég get mér þess til að formaður Félag ungra frjálslyndra hafi ekki vitað til þess að Ólafur F. Magnússon var lí­kt og Margrét félagi í­ íslandshreyfingunni.  

Við hjá Félagi ungra frjálslyndra horfum á málefnin fyrst og fremst og málefni Frjálslynda flokksins eru að fá brautargengi

Segir formaðurinn (sem talar að sjálfsögðu í­ nafni félagsins). Nei, félagið er ekki að horfa á málefnin. Ef svo væri hefði félagið stutt fyrri meirihluta. Núna er von til þess að Ólafur F. nái ekki að manna nefndasætin sí­n og mögulega þarf hann að leita út fyrir borgarstjórnarflokkinn. í dauðaleit að nýju fólki gæti hann haft samband við formann eina félagsins sem lýst hefur yfir stuðningi við hann. Við sjáum á morgun hversu desperat nýi borgarstjórinn er í­ leit að fólki.